Mismunandi verð á flensusprautum

Bólusetning við flensu.
Bólusetning við flensu. mbl.is/Árni Sæberg

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin. Hjá heilsugæslustöðvum er lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa til að byrja með.

Þeir sem eru bólusettir á heilsugæslustöðvunum þurfa að greiða 700 króna komugjald, nema þeir séu undanþegnir því en þeir sem eru orðnir 67 ára þurfa ekki að borga komugjald.

Embætti sóttvarnalæknis endurgreiðir innkaupsverð bóluefnisins fyrir áhættuhópa. Í þeim eru allir 60 ára og eldri, fólk með langvinna sjúkdóma eins og hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma og þungaðar konur. Auk ofantalinna njóta heilbrigðisstarfsmenn sem starfa í framlínunni forgangs að bólusetningu. Aðrir eru beðnir að bíða þar til almennar bólusetningar hefjast.

Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að sóttvarnalæknir gerði samning við Vistor um kaup á 70.000 skömmtum af bóluefninu Vaxigrip Tetra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »