Haustlegt um að litast í Laugardalnum nú þegar vetur fer senn að ganga í garð: Fyssa stóð af sér árekstur flekaskilanna

Stöplarnir í vatnslistaverkinu Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal stóðu af …
Stöplarnir í vatnslistaverkinu Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal stóðu af sér jarðskjálftann stóra á Reykjanesi mbl.is/Árni Sæberg

Stöplarnir í vatnslistaverkinu Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal stóðu af sér jarðskjálftann stóra á Reykjanesi í vikunni, enda þykkir og standa á traustum grunni í garðinum.

Listakonan Rúrí hannaði verkið, sem vígt var árið 1995, en því er ætlað að tákna flekana tvo sem Ísland liggur á, Norður-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann. Skjálftinn í vikunni sýndi vel áhrif þess þegar flekarnir rekast á og fara hvor í sína áttina.

Haustlegt er um að litast í Grasagarðinum þessa dagana, laufin falla af trjánum og gróðurinn undirbýr sig fyrir vetrarmánuðina fram undan. Fyrsti vetrardagur er á morgun og því síðasti séns að fagna haustinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert