Ég sem er rétt fermdur!

Ólafur Páll Gunnarsson hóf störf hjá Ríkisútvarpinu fyrir bráðum þrjátíu …
Ólafur Páll Gunnarsson hóf störf hjá Ríkisútvarpinu fyrir bráðum þrjátíu árum. Eggert Jóhannesson

„Ég ætlaði aldrei að verða útvarpsmaður. Satt best að segja hafði ég enga sérstaka drauma þegar ég var ungur maður. Fór bara að læra rafeindavirkjun af því að vinur minn var í því námi. Annan vin minn, sem líka er rafeindavirki, dreymdi um að fá vinnu á RÚV og þar fékk ég þá flugu í höfuðið.“

Þetta segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, en þáttur hans Rokkland á 25 ára afmæli í þessum mánuði og fer í loftið í 1.200. skipti í dag, sunnudag. Það er langlífasti þáttur rásarinnar frá upphafi með einum og sama stjórnandanum. 

Um leið og Ólafur Páll var búinn með námið fór ég upp á RÚV og sótti um vinnu. „Þar vildi ég vinna og hvergi annars staðar. Sá sem tók á móti mér fór bara að hlæja en mánuði síðar hringdi hann í mig þegar einhver tæknimaður hafði hætt. Þetta var í byrjun árs 1991, þannig að ég er bráðum búinn að vinna í þrjátíu ár á RÚV. Ég sem er rétt fermdur,“ segir hann og hlær.

Örlögin réðust á Glastonbury

Enda þótt hann væri kominn í hús hafði Ólafur Páll engin áform um að setjast fyrir framan hljóðnemann. „Ég stama og það flögraði aldrei að mér að ég gæti orðið útvarpsmaður. Þegar Lísa Páls vildi losna við dagskrárlið sem kallaðist Vinsældalisti götunnar tók ég hann að mér enda þurfti lítið að heyrast í mér. Málið snerist um að fara út á meðal fólksins og sækja óskalög. Mér þótti þetta mjög gaman en örlögin réðust þó ekki fyrr en á Glastonbury 1995 en mér var boðin sú ferð eftir að allir aðrir voru búnir að segja nei. Svo varð Rokkland til og eitt leiddi af öðru. 1998 var ég kominn í fullt starf sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2.“

Hann kveðst hafa lært margt þessi sjö ár sem hann vann sem tæknimaður, af goðsögnum á borð við Jón Múla Árnason, Svavar Gests og Andreu Jónsdóttur, og búi enn að því í dag.

Spurður hvort langlífi Rokklands komi honum á óvart kveðst Ólafur Páll aldrei hafa velt því fyrir sér, þannig lagað. „Er á meðan er,“ hugsaði hann með sér. „Þetta var bara tilraun og ég reyndi að sinna þessu af metnaði og krafti. Tíu dagskrárstjórum síðar er Rokkland enn á dagskrá og vonandi er það vísbending um að maður sé að gera eitthvað rétt.“

Nánar er rætt við Ólaf Pál í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »