Mjög miklar áhyggjur af stöðunni

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Matthíasson funda nú með …
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Matthíasson funda nú með neyðarteymi Landspítalans ásamt landlækni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þau hafi mjög miklar áhyggjur af stöðunni vegna hópsmitsins á Landakoti. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að um helmingur þessara smita í gær tengist hópsmiti á Landakoti, segir Víðir. Alls voru staðfest 58 smit innanlands í gær. 

Að sögn Víðis tengjast smitin á Reykjalundi einnig Landakoti og það sama á við um hjúkrunarheimilið á Eyrarbakka.

Við höfum mjög miklar áhyggjur af stöðunni og erum að funda með Landspítalanum og fara yfir málin en þetta er það sem við vorum öll að vonast til að myndi ekki gerast, að fá svo mikinn fjölda smita í þessum aldurshópi og það sérstaklega hjá langveiku fólki,“ segir Víðir en neyðarstjórn Landspítalans fundar nú með þríeykinu. 

Alls eru 39 einstaklingar sem eru komnir yfir áttrætt með Covid-19, þar af 11 sem eru yfir nírætt. 

Þær tilslakanir sem kynntar voru í gærkvöldi hvað varðar íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu eru svipaðar þeim sem gilda á landsbyggðinni og reglugerð kveður á um.

mbl.is

Bloggað um fréttina