Gera athugasemdir við tengingu jarðganganna

Möguleg vegtenging Fjarðarheiðarganga. Tillaga um þrjár leiðir við Egilsstaði.
Möguleg vegtenging Fjarðarheiðarganga. Tillaga um þrjár leiðir við Egilsstaði.

Helstu athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun vegna Fjarðarheiðarganga koma frá hagsmunaaðilum við svokallaða norðurleið sem gerir ráð fyrir að hringvegurinn liggi norðan við Egilsstaði.

Kemur þetta fram í tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun sem lögð hefur verið fyrir Skipulagsstofnun til athugunar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þrír valkostir við tengingu vegarins úr Fjarðarheiðargöngum við veginn um Egilsstaði verða skoðaðir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Það eru miðleið sem fer í gegnum Egilsstaði á núverandi stað, ný leið sem tengist Austurlandsvegi sunnan Egilsstaða og er nefnd suðurleið og ný leið, norðurleið, sem liggur norðan Eyvindarár og tengist þjóðveginum við Egilsstaðaflugvöll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert