Ólöglegt skordýraeitur í baunum

Um er að ræða þessar baunir.
Um er að ræða þessar baunir.

Matvælastofnun varar við neyslu á baunum sem seldar eru undir merkinu „TRS Asia's finest foods black eye beans“, vegna þess að greinst hefur í þeim ólöglega varnarefnið klórpýrifos.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli á markaði og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart, að því er fram kemur í tilkynningu.

Lagsmaður ehf. og Kína Panda ehf. flytja baunirnar inn, en Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja aðstoða fyrirtækin við innköllun.

Bent á að farga eða skila

Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu með best fyrir-dagsetningu 30.4. 2022:

  • Vörumerki: TRS Asia's finest foods
  • Vöruheiti: Black eye beans
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: P70463 með best fyrir-dagsetningu 30.4. 2022
  • Dreifing: Fiska.is, verslanir Fiska.is á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi og Lóuhólum 2 Reykjavík, ásamt Kína Panda ehf. í Keflavík.

Viðskiptavinum sem keypt hafa vörurnar er bent á að farga þeim eða skila til þeirrar verslunar þar sem þær voru keyptar. Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu fiska@fiska.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert