Síðasta útgáfa íslenskra frímerkja

Síðustu íslensku frímerkin hafa verið gefin út.
Síðustu íslensku frímerkin hafa verið gefin út.

Síðasta útgáfa íslenskra frímerkja kom út í fyrradag en þá voru gefin út 11 frímerki í sjö flokkum. Sigríður Ástmundsdóttir, fulltrúi í frímerkjasölu Íslandspósts, segir að þótt nýrri útgáfu sé nú hætt séu til birgðir til nokkurra ára og eldri merki verði endurútgefin ef þörf verður á því.

„Við verðum að eiga til frímerki,“ segir hún í umfjöllun um þessi tímamót í frímerjkasögunni Morgunblaðinu í dag.

Fyrsta frímerkið kom út á Englandi 1840 eða fyrir rúmum 180 árum. Fyrstu íslensku frímerkin, skildingafrímerkin, komu út 1873, og í formála II. bindis af bókinni Frímerki íslenska lýðveldisins 1944-2014, sem Íslandspóstur gaf út, kemur fram að á þeim tíma hafi komið út 607 frímerkjaútgáfur með 1.319 frímerkjum. Til að byrja með voru frímerki hugsuð sem sönnun á greiðslu sendingarkostnaðar en söfnunarþátturinn hefur orðið æ ríkari með árunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert