Vilja byggja hús í Bankastræti

Húsið mun rísa norðan við hið friðaða hús í Bankastræti.
Húsið mun rísa norðan við hið friðaða hús í Bankastræti. Tölvumynd/Argos

Reykjavíkurborg hefur fengið fyrirspurn um það hvort leyfi fáist til að reisa nýbyggingu á lóðinni Bankastræti 3. Fyrir er á lóðinni friðað hús úr tilhöggnu grágrýti, reist árið 1881. Snyrtivöruverslunin Stella hefur verið rekin í húsinu síðan 1942, eða í 78 ár.

Þessi lóð er í hjarta Reykjavíkur, steinsnar frá Stjórnarráðshúsinu. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa í júlí í sumar var lögð fram fyrirspurn Stefáns Arnar Stefánssonar arkitekts um uppbyggingu á lóð nr. 3 við Bankastræti, samkvæmt uppdráttum Argos ehf.

Fram kemur í greinargerð með fyrirspurninni að tillaga að deiliskipulagi fyrir reitinn var gerð 2005. Samkvæmt henni var heimilað að byggja um 1.310 m² á lóðinni Bankastræti 3. Í nóvember 2018 fór fram samkeppni um nýja viðbyggingu og stækkun Stjórnarráðshússins, austast á reitnum og að Bankastræti. Stækkunin skv. verðlaunatillögunni er um 1.200-1.500 m². Deiliskipulag vegna þessa var ekki gert og grenndarkynning hefur ekki farið fram, segir í greinargerðinni.

Lóðarhafinn, Herbertsprent ehf., hyggst reisa fjögurra hæða nýbyggingu, alls 1.173 fermetra. Steinhúsið á lóðinni er 175 fermetrar. Við hönnun nýbyggingar og skipulags á lóðinni hefur verið horft til þess að skerða ekki ásýnd gamla steinhússins við Bankastræti sem var friðlýst árið 2011 skv. lögum um húsafriðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert