Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt

AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19 með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar.

Íslandi er tryggður sami aðgangur að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og aðildarríkjum sambandsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í gær að fréttir af bóluefnaframleiðslu Pfizer og BioNTech væru ánægjulegar og vissu á gott, væntanlega væri hægt að ljúka faraldrinum með tilkomu rétta bóluefnisins.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, sagði í samtali við mbl.is í gær, að vitað hefði verið um nokkra hríð að bóluefnið væri á leiðinni. Flest benti til þess að bóluefnið væri gott. Hann taldi aðspurður að líf hér á landi gæti orðið eðlilegt upp úr miðju næsta ári. 

Tilkynning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert