Losunin 20,6% minni en í fyrra

Millilandaflug hefur nánast lagst af vegna Covid-19.
Millilandaflug hefur nánast lagst af vegna Covid-19. mbl.is/RAX

Losun hitunargilda (CO2-ígildi) frá hagkerfi Íslands á þriðja ársfjórðungi 2020 var 1.460 kílótonn samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þessi losun er 20,6% minni en losun á sama ársfjórðungi 2019 þegar hún var 1.840 kílótonn.

Ástæða þessa er mikill samdráttur í flugi vegna kórónuveirufaraldursins (Covid-19). Losunin á þriðja ársfjórðungi 2020 var 13,6% meiri en losun á öðrum ársfjórðungi 2020 en þá var hún sögulega lág eða 1.281 kílótonn.

Losun virðist almennt séð vera meiri á þriðja ársfjórðungi en öðrum ársfjórðungi enda tilheyra fleiri sumarmánuðir þeim þriðja og allajafna meiri akstur á vegum þá og aukin umsvif í flugrekstri. Undanfarin ár hefur aukning á þeim tíma verið í kringum 11% og er hún því heldur meiri í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert