Þörf á nýjum Baldri

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.

„Þörfin fyrir nýja og stærri Breiðafjarðarferju er mikil og brýn. Með núverandi skipi er á engan hátt gerlegt að mæta kröfum samfélagsins,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar tekur í ályktun sem samþykkt var á dögunum undir þá kröfu sem nú er komin fram, meðal annars frá fulltrúum atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum, að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju. Sömuleiðis að styrkja þurfi samninga við Vegagerðina um útgerð skipsins.

Núverjandi ferja, Baldur, er 1.677 brúttótonn að stærð, gengur 14 sjómílur og tekur sex flutningabíla. Á háönn dugar slíkt ekki sem getur skapað vandræði við að koma afurðum frá fiskeldinu á svæðinu á markað, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert