Sífellt seinlegri sólarupprás

Nú þegar mesta skammdegið er að sigla í garð hægist sífellt á sólarupprásinni. Í morgun var birting um klukkan níu og sólris klukkan 10:04 á höfuðborgarsvæðinu en hátt í klukkustund getur munað á því hvenær sólin kemur upp á landinu þessa dagana.

mbl.is myndaði sólarupprásina við Rauðavatn í morgun sem var litrík og falleg.

Hægt er að fylgjast með gangi sólar víða um land á síðu Veðurstofunnar. Þar sést hvenær sól rís og sest um allt land ásamt ýmsum öðrum upplýsingum. Í morgun var sólris klukkan 9:38 á Höfn í Hornafirði en ekki fyrr en klukkan 10:31 á Ísafirði. Í dag er sólarlag klukkan 16:21 í Reykjavík en 15:52 á Höfn og 16:04 á Ísafirði.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert