Lögreglan hafði afskipti af æfingu

Lögreglan hafði afskipti af æfingu annars flokks Stjörnunnar í knattspyrnu fyrr í vikunni. Þetta herma heimildir mbl.is, en myndir af atvikinu fylgja fréttinni. Samkvæmt upplýsingum mbl.is voru þjálfarar flokksins ekki viðstaddir þegar lögregluna bar að garði. 

Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, segist aðspurður geta staðfest að lögreglunni hafi verið tilkynnt um æfingu annars flokks knattspyrnuliðs. Hann geti þó ekki sagt um hvaða lið ræði. 

Samkvæmt upplýsingum mbl.is ræddu lögreglumenn við aðila í félagsheimilinu Stjörnunnar eftir að atvikið kom upp. 

Frá æfingunni.
Frá æfingunni.
Æfing annars flokks Stjörnunnar. Þjálfarar voru ekki viðstaddir þegar lögregluna …
Æfing annars flokks Stjörnunnar. Þjálfarar voru ekki viðstaddir þegar lögregluna bar að garði.
mbl.is