Miðborgin á umbreytingarskeiði

Miðborgin. Með Hafnartorgi jókst framboð á vönduðu verslunarhúsnæði.
Miðborgin. Með Hafnartorgi jókst framboð á vönduðu verslunarhúsnæði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir aðlögun fram undan á húsnæðismarkaði í miðborginni. Það verði að óbreyttu offramboð á skrifstofuhúsnæði. Hluti lausnarinnar geti því verið að breyta skrifstofum í íbúðir.

Tilefnið er samtal við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í gær. Til upprifjunar sagði Dagur aukið framboð á auðum atvinnurýmum skapa tækifæri fyrir minni og meðalstór fyrirtæki til að koma sér fyrir í miðborginni. Daginn áður kom fram í Morgunblaðinu að atvinnurými í tugatali standi nú auð í miðborginni.

„Við höfum séð að verð hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Því er kannski ekkert óeðlilegt að einhver leiðrétting verði þar á. Hækkandi verð var auðvitað hluti af ástæðunni fyrir því að einstakar verslanir og rekstur var að færast til,“ sagði Dagur um leiguverðið.

Þá gaf borgarstjóri í skyn að heimilt yrði að breyta skrifstofum í íbúðir. Á næstu misserum muni losna mikið skrifstofurými í Kvosinni með flutningi Alþingis í nýtt skrifstofuhús gegnt Ráðhúsinu og flutningi Landsbankans í nýjar höfuðstöðvar við Hörpu. En þessar nýbyggingar eru 6.000 og 16.500 m2.

Spurður um þessa greiningu borgarstjóra segir Guðjón að eflaust megi finna dæmi þess í miðborg Reykjavíkur að leiguverð hafi „endurspeglað ævintýri fortíðar“. Nánar tiltekið „þegar menn kepptust við að opna verslanir og vera með rekstur í miðborginni til að sigla á öldum ferðamannastraumsins“, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert