Vilja auka hæfni ferðaþjónustunnar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, Þórdís …
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur endurnýjað samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 

Er um að ræða samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur Hæfnisetrið lagt áherslu á að koma á fræðslu innan fyrirtækja í ferðaþjónustu í samvinnu við ýmsa fræðsluaðila.

Næstu þrjú árin eða til ársins 2023 munu áherslur í starfi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar taka mið af breyttum aðstæðum í umhverfi greinarinnar og þannig styðja við framgang og sjálfbærni íslenskrar ferðaþjónustu.

Markmiðið með nýjum samningi er að framfylgja stefnu stjórnvalda á sviði hæfni, gæða og þekkingar í ferðaþjónustu og tengja vinnu Hæfnisetursins við svæðisbundin stoðkerfi greinarinnar og áherslur hvers landshluta í samvinnu við hagaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert