Fjórir á slysadeild eftir bílveltu við Geitháls

Fjórir voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka.
Fjórir voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Suðurlandsvegi í nótt. Fór bíll út af veginum, en fjórir farþegar voru í bílnum. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varð slysið við Geitháls, en meiðsl fjórmenninganna eru talin minniháttar.

Þá er útkall í gangi hjá slökkviliðinu vegna heitavatnsleka, en einn dælubíll var sendur á vettvang.

mbl.is