Kvenfélagskonur baka í sólarhring

Hér má sjá nokkrar kvenfélagskonur sem bökuðu í gærkvöldi. Jenný …
Hér má sjá nokkrar kvenfélagskonur sem bökuðu í gærkvöldi. Jenný segir um heilmikið ævintýri að ræða mbl.is/Kristinn Magnússon

Kynstrin öll af sörum, marengstertum, kleinum, smákökum og öðru góðgæti eiga nú í morgunsárið að vera tilbúnar eftir næturstarf kvenfélagskvenna.

Áheitabakstur undir merkjum Kvenfélagasambands Íslands, í tilefni af 90 ára afmæli þess, hófst klukkan 18 í gærkvöldi í framleiðslueldhúsi í Kópavogi og stendur til sama tíma í dag. Einnig baka kvenfélagskonur um land allt, hver í sinni sveit. Afrakstur starfsins verður í dag seldur, meðal annars í Jólaþorpinu í Hafnarfirði auk þess sem hægt verður að panta bakkelsi á vefnum gjoftilallrakvenna.

Ágóða af áheitabakstrinum stendur til að verja í kaup á tækjum og til að styrkja nettengingar frá heilbrigðsstofnunum út um land við kvennadeild Landspítalans. Með því á að bæta heilsuvernd kvenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert