Gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Spá Veðurstofu Íslands.
Spá Veðurstofu Íslands. Skjáskot/vedur.is

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á veðurspá Veðurstofu Íslands, en útlit er fyrir hvassviðri eða storm af suðaustri. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda frá kvöldmat í kvöld og fram eftir kvöldi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa sem gildir til miðnættis.

Útlit er fyrir hvassviðri eða storm af suðaustri með snjókomu eða slyddu sem breytist svo í rigningu upp úr miðnætti og fram til morguns. Í höfuðborginni gæti færð þyngst í efri byggðum, þá á sunnanverðu Snæfellsnesi og á norðanverðum Breiðafirði og sunnanverðum Vestfjörðum.

Útlit er fyrir að fjallvegir gætu lokast þar sem erfitt gæti reynst að halda þeim opnum á köflum. Strax á morgun fer í stífa norðanátt með hríð á norðanverðu landinu og getur kafsnjóað og fer í hvassviðri eða storm fram á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert