16 smit innanlands - fimm utan sóttkvíar

Fólk bíður eftir því að komast í skimun við kórónuveirunni.
Fólk bíður eftir því að komast í skimun við kórónuveirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust 16 kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru 11 í sóttkví við greiningu. 204 eru í einangrun og fjölgar þeim um fimm á milli daga. 637 eru í sóttkví, sem er fækkunum 52 frá því í gær. 

Eitt virkt smit greindist á landamærunum. Samtals voru 1.407 sýni tekin í gær, að því er kemur fram á covid.is

39 eru á sjúkrahúsi, einum færri en í gær, þar af tveir á gjörgæslu. 

996 eru í skimunarsóttkví, sem er fjölgun um 98 frá því í gær.  14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa er 42,8.

Langflestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, eða 172. Næstflestir eru í einangrun á Suðurnesjum, eða 13, sem er fjölgun um þrjá frá því í gær. Sjö eru í einangrun á Suðurlandi, rétt eins og í gær, og á Norðurlandi eystra eru sex í einangrun, sem er fjórum færra en í gær.

Fréttin verður uppfærð

mbl.is