Góð stemning á jólamarkaðnum á Hjartatorgi

Jólasveinar létu sig ekki vanta á markaðinn.
Jólasveinar létu sig ekki vanta á markaðinn. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Jólamarkaðurinn á Hjartatorgi í miðbæ Reykjavíkur var opnaður fyrr í dag. Eins og búast mátti við var stemningin góð þegar ljósmyndari mbl.is kom þar við.

Á markaðnum eru seljendur með smávörur, matvörur og aðrar jólavörur. Mikið er lagt upp úr því að gera markaðinn sem jólalegastan ásamt því að skapa létta og skemmtilega jólastemningu.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Afgreiðslutími er eftirfarandi:

5.-6. des. frá kl. 13-18

12.-13. des. frá kl. 13-18

18.-22. des. frá kl. 13-18

23. des. frá kl. 13-21

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Hægt er að fylgjast með viðburðinum inni á facebooksíðu jólamarkaðarins. Þar verður að finna upplýsingar um seljendur og annað spennandi tengt markaðnum. Fólk sem mætir í Hjartagarðinn er í tilkynningu hvatt til að passa upp á fjarlægðartakmarkanir, sótthreinsun og grímunotkun.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is