Hífðu upp flutningabíl sem valt

Ljósmynd/Lögreglan

Flutningabíll sem valt á veginum um Þröskulda fyrr í vikunni var hífður upp í dag, að því er kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Fram kom að búast mætti við umferðartöfum í nokkrar klukkustundir á meðan vinna átti í því að ná bílnum upp.

Bíllinn var annar tveggja flutningabíla sem lentu út af hringveginum með skömmu millibili, annars vegar við Húnaver og hins vegar í Langadal.

mbl.is