Séra Geir Waage hættir og brýnir þjóðkirkjuna

Geir Waage og frú eru farin úr Reykholti.
Geir Waage og frú eru farin úr Reykholti. mbl.is/Árni Sæberg

Séra Geir Waage lætur af embætti um áramótin eftir 42 ár sem sóknarprestur í Reykholti en hann varð sjötugur í vikunni. Eiginkona hans, Dagný Emilsdóttir, hætti sem móttökustjóri Snorrastofu um síðustu áramót.

Hjónin eru flutt út úr prestssetrinu og í glænýtt húsnæði í Reykholti enda geta þau ekki hugsað sér að búa annars staðar. Þau kvíða ekki verkefnaskorti enda eiga þau sjö barnabörn og vænt bókasafn. Þá á skógrækt í Reykholti hug þeirra allan.

Í viðtali í Sunnudagsblaðinu rifja þau upp árin í Reykholti en mikil uppbygging hefur átt sér stað á þeirra vakt. Árið 1996 var ný kirkja vígð sem leysti þá gömlu af hólmi. Séra Geir kveður kirkjustjórnina með brýningu enda hafi þjóðkirkjan átt í vanda frá því á tíunda áratugnum. „Þegar hún ofurselur sig tíðarandanum, sem undir eins líður hjá, verður hún ekki annað en rekald á annarlegri strönd.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »