Þúsundir skora á ríkisstjórnina að standa við gefin loforð

Lög um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu voru einróma samþykkt á Alþingi …
Lög um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu voru einróma samþykkt á Alþingi í vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur sett af stað undirskriftasöfnun til að skora á ríkisstjórnina að fullfjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu en ríkisstjórnin hyggst aðeins fjármagna um 5% af áætlaðri þörf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Uppreisn.

Nú þegar hafa um 3.500 manns skrifað undir listann.

Síðastliðið vor, voru lög um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt einróma á Alþingi. Samkvæmt lögunum skal niðurgreiða sálfræðiþjónustu með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021 er þó ekki gert ráð fyrir nema 5% af nauðsynlegu fjármagni í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu.

„Brýnt að tryggja fulla niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu“

„Núna í miðjum heimsfaraldri, þegar fólki líður illa og geðheilbrigði fer versnandi, er sérstaklega brýnt að tryggja fulla niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Það er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar að þessi þjónusta skuli áfram vera dýr og óaðgengileg þrátt fyrir að þörfin hafi aldrei verið meiri. Ég skora því á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna.” sagði Starri Reynisson, forseti Uppreisnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert