Leita formlegs samstarfs við ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag, að Viðreisn ætli að leggja til að án tafar verði leitað eftir formlegu samstarfi við Evrópusambandið, á grundvelli aðildar okkar að innri markaði þess, til þess að verja stöðugra verðgildi krónunnar. Síðan verði að opna fleiri útflutningsmöguleika, efla samkeppni og menningarsamstarf með fullri aðild að Evrópusambandinu.

„Þetta er kjarninn í nauðsynlegum breytingum. Engri þjóð hefur tekist að ná þeim hagvexti, sem við þurfum nú svo sárlega á að halda til að verja velferðarkerfið, nema með miklum skipulagsbreytingum og nýjum skrefum í fjölþjóðasamvinnu.

Fjölþjóðasamvinna er líka forsenda þess að við náum settum markmiðum í loftslagsmálum. Án raunhæfra aðgerða geta þau orðið dýrkeyptari en veiran. Í heild hanga fjölmörg brýn verkefni á þessari spýtu áætlunar um viðreisn efnahagsins.

Kosningarnar næsta haust snúast því ekki eins og stundum um óskalista, heldur um frjálslyndi eða íhald, vöxt eða stöðnun,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir síðan í grein sinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »