Munum saman koma sterkari út úr kófinu

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Árið hefur verið erfitt en samfélagið hefur sýnt mikinn styrk og úthald. Við munum saman koma sterkari út úr kófinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag.

„Jarðhræringar, snjóflóð, skriðuföll, efnahagskreppa og heimsfaraldur sem kallaði á samkomutakmarkanir sem aldrei höfðu verið settar áður í lýðveldissögunni; allt markaði þetta árið sem er að líða. Ár sem reyndi á samfélagslega innviði á öllum sviðum. Ár sem reyndi á almannavarnir og björgunarsveitir, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, atvinnulífið og velferðarsamfélagið. En líka ár sem kallaði fram styrk og hugrekki íslensks samfélags," segir Katrín m.a. í greininni. 

„Frá því að faraldurinn skall á hafa stjórnvöld haft tvö skýr markmið. Í fyrsta lagi að vernda líf og heilsu landsmanna. Í öðru lagi að gera það sem til þurfti til að lágmarka samfélags- og efnahagsleg áhrif faraldursins. Með þessi markmið að leiðarljósi höfum við tekist á við hverja áskorunina á fætur annarri og stöndum uppi nú í lok árs sem sterkt samfélag sem náð hefur markverðum árangri í baráttunni við faraldurinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »