104 milljóna króna vinningur ósóttur

Spilað í Lottóinu.
Spilað í Lottóinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinningshafi 104 milljóna króna í Lottói, sem dreginn var út annan í jólum, hefur ekki gefið sig fram enn.

Vinningurinn kom á tíu raða lottómiða sem keyptur var í sölukassa í Krambúðinni á Selfossi, og biðlar Stefán S. Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, til miðahafa á Suðurlandi að skoða miða sína vel.

„Það væri gaman ef hann kæmi að ná í peninginn sinn,“ segir Stefán í Morgunblaðinu í dag. Hann segir það sjaldgæft í dag að vinningar sitji eftir ósóttir, hvað þá svona stórar fjárhæðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »