Ofsaveður á Austurlandi

Djúpivogur. Hvasst verður á Austurlandi í dag.
Djúpivogur. Hvasst verður á Austurlandi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Gul og appelsínugul veðurviðvörun tók gildi á stórum hluta landsins í nótt og árdegis í dag, þar sem vindhviður geta farið í 45 m/s og ekkert veður verður til ferðalaga.

Viðvörunin verður appelsínugul á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og miðhálendi, en gul á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Verst verður veðrið á austurhluta landsins en appelsínugular viðvaranir áttu að taka þar gildi í nótt og gilda fram til síðdegis í dag. Þar verður snjókoma, skafrenningur og stórhríð á köflum.

Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að forðast foktjón, þar sem fjúkandi brak getur verið hættulegt. Ekkert ferðaveður verður, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Draga fer úr vindi síðdegis í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert