Annað útkall vegna slyss í Esjunni

Klukkan fimm í dag voru björgunarsveitir kallaðar út í annað skiptið í dag vegna slyss í Esjunni. Slysið átti sér stað ofarlega á gönguleiðinni á Kerhólakamb þegar kona sem var á göngu á fjallinu hrasaði, rann og slasaðist á fæti.

Hún getur ekki gengið af sjálfsdáðum og því voru björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að koma konunni niður af fjallinu.

Þyrla er komin á vettvang og nokkrir hópar björgunarsveitarfólks eru klárir við fjallið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert