Fasteignaskattarnir lækka

mbl.is/Sigurður Bogi

Álagning fast­eigna­skatt­a af íbúðar- og at­vinnu­hús­næði í meirihluta stærri sveit­ar­fé­laga lands­ins lækkar á yf­ir­stand­andi ári. Í umfjöllun Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að samkvæmt viðspyrnuáætlun fyrir atvinnulífið hafi rík áhersla verið lögð á að við ákvörðun álagingarprósentu fasteignaskatta árið 2021 verði horft til áætlaðra verðlagsbreytinga milli ára en ekki hækkun fasteignamats. Ánægjulegt sé að sveitarfélögin hafi orðið við þessum tilmælum og leggi þannig sín lóð á vogarskál viðspyrnu fyrir atvinnulíf og heimili.

Álagningarprósenta fasteignaskatta í ellefu af 20 stærstu sveitarfélögum landsins á nýbyrjuðu ári lækkar frá í fyrra, ýmist af íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði, og lækkar í sumum sveitarfélögum milli ára í báðum þessum flokkum samkvæmt nýrri samantekt hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Álagningarprósentan á íbúðarhúsnæði hækkar í einu sveitarfélagi, Akraneskaupstað, eða úr 0,241% af fasteignamati í 0,251%, en þar lækkaði hins vegar fasteignamat milli ára. Í Múlaþingi hækkar álagning á atvinnuhúsnæði úr 1,646% í 1,650% en álagning á íbúðarhúsnæði lækkar og í Grindavíkurbæ hækkar álagning á atvinnuhúsnæði úr 1,320% í 1,450% en álagning á íbúðarhúsnæði lækkar.

Fjögur sveitarfélög af 20 stærstu lækka álagningarhlutföll fasteignaskatta bæði af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði en þau eru Kópavogur, Reykjanesbær, Norðurþing og Hveragerðisbær, að því er fram kemur í umfjöllun um fasteignaskattana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »