Allt að átta stiga hiti

Kort/Veðurstofa Íslands

Útlit er fyrir fremur milda og vætusama suðaustanátt, allvíða hvassa, í dag. Síðdegis fer að lægja og dregur jafnframt talsvert úr úrkomu, fyrst um landið vestanvert. Víðast hvar frostlaust á láglendi en hæst gæti hiti farið í 7 til 8 stig.

Suðlægari á morgun, heldur hægari en í dag. Áfram væta á köflum sunnan og vestan til og hiti 1 til 6 stig, en þurrt og bjart veður fyrir norðan og austan og hiti um og undir frostmarki segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Veðurhorfur næstu daga

Suðaustan 13-20 m/s og víða rigning eða slydda S- og V-lands og hiti 1 til 6 stig þar, en annars hægari, þurrt að kalla og minnkandi frost NA-til. Mun hægari og skúrir síðdegis, fyrst SV-lands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Sunnan 8-15 á morgun, hvassast V-til. Skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt um landið N- og A-vert. Hiti 1 til 6 stig, en um og undir frostmarki NA- og A-til.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s, rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 5 stig en hægari, bjartviðri og hiti um og undir frostmarki NA- og A-lands.

Á föstudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s, en 10-15 syðst. Rigning eða slydda á stöku stað um landið sunnanvert, en annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 4 stig sunnan til en annars vægt frost.

Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt, stöku él einkum N- og A-til. Frost um mestallt land.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum, en bjartviðri sunnan heiða og herðir frost.

mbl.is