Skyldur samfélagsmiðla bíða um sinn

Samfélagsmiðlar greiða ekki skatta í löndum þar sem auglýsingakaup fara …
Samfélagsmiðlar greiða ekki skatta í löndum þar sem auglýsingakaup fara fram.

Engin bein vinna er við það í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að leita leiða til þess að skattleggja samfélagsmiðla vegna auglýsingakaupa innlendra aðila. Hins vegar hefur síðustu ár verið umfangsmikil skoðun á vettvangi OECD sem tengist þeim áskorunum að skattleggja tekjur vegna stafrænna viðskipta yfir landamæri og er Ísland hluti af þeim aðgerðum.     

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn mbl.is til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 

Vonast eftir niðurstöðu á árinu

Þá segir að ennfremur að kjarni þeirra álitaefna er snúa að skattlagningunni snúi að vilja ríkja til að skattleggja tekjur sem verða til vegna starænna viðskipta yfir landamæri. 

„Kjarni þeirra álitaefna snýr að vilja ríkja til að skattleggja tekjur sem verða til vegna stafrænna viðskipta yfir landamæri í markaðsríkjum, þ.e. í því ríki þar sem viðskiptavinir fyrirtækja eru staðsettir, uppruni tekna er og ávinningur þeirra kemur fram.    Niðurstaða í þessum efnum af hálfu OECD liggur ekki fyrir en vonir eru bundnar við að ákvörðun líti dagsins ljós eigi síðar en um mitt ár 2021.    Ísland er aðili að OECD og vinna við skattkerfisbreytingar sem að þessu snúa hér á landi mun því væntanlega haldast í hendur við niðurstöður sem þaðan koma,“ segir í svari við fyrirspurninni.

Íslenskur auglýsingamarkaður var 13,4 milljarðar króna árið 2018. Ekki hafa …
Íslenskur auglýsingamarkaður var 13,4 milljarðar króna árið 2018. Ekki hafa verið birtar tölur um umfang hans síðan þá.

Fram kom í samantekt Hagstofunnar árið 2018 að áætluð umsvif stafrænna auglýsinga á Íslenskum markaði nemi 5,2 milljörðum króna.  Stærstur hluti þeirra auglýsinga er á Facebook, Instagram og Google. Heildarstærð íslensks auglýsingamarkaðar er sögð hafa verið 13,4 milljarðra króna.    

mbl.is