Umferðarljós gerð óvirk á morgun

Umferðarljós við gatnamót Sæbrautar og Sundagarða verða óvirk á fimmtudagsmorgun.
Umferðarljós við gatnamót Sæbrautar og Sundagarða verða óvirk á fimmtudagsmorgun. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Umferðarljós við gatnamót Sæbrautar og Sundagarða verða óvirk fimmtudagsmorguninn 14. janúar á milli klukkan 5 og 7. Straumleysið er vegna viðgerða hjá Veitum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. 

Rafmagnsleysið tekur þó ekki einungis til umferðarljósa en rafmagnslaust verður á svæði við Sundagarða og Sundaborg en nánar er hægt að lesa um hvar rafmagnsleysið hefur áhrif og skoða kort á vef Veitna. 

Veitur benda fólki á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki.

Eins ráðleggja Veitur að slökkt sé á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Sömuleiðis skal gæta þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert