Vetrarfærð og hálka

Mikil hálka er á Mosfellsheiði.
Mikil hálka er á Mosfellsheiði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og flughálka víða. Flughált er á Mosfellsheiði og Þingvallavegi. Flestir aðalvegir eru greiðfærir á Suðvesturlandi en hálka eða hálkublettir á útvegum.

Flughálka er á Klettshálsi og Kleifaheiði en hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum á Vestfjörðum. Flughált er víða í Skagafirði og mögulega víðar á Norðurlandi, enn þá er verið að kanna aðstæður á vegum.

mbl.is