Frekari ívilnanir í skoðun

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ólíklegt að spár um 900 þúsund erlenda ferðamenn í ár muni rætast. Ríkisstjórnin sé meðvituð um erfiðleika í ferðaþjónustunni og opin fyrir því að skapa hvata fyrir Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að 193 þúsund manns hafi notað ferðagjöf fyrir 743 milljónir króna.

„Við breyttum lögunum fyrir jól til þess að framlengja gildistímann. Þegar við smíðuðum lögin gerðum við ekki ráð fyrir að vera með svona miklar takmarkanir í lok árs. Þannig að það var eðlilegt að lengja gildistímann til að fólk sem hefði ekki nýtt gjöfina hefði tækifæri til að nýta hana fram á vorið,“ segir Þórdís.

Mörg veitingahús eiga í miklum rekstrarvanda. Þórdís Kolbrún segir til mikils að vinna að stjórnkerfið hrindi tillögum OECD um úrbætur í framkvæmd varðandi íþyngjandi regluverk og skatta, að því er fram kemmur í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert