Líðan mannsins eftir atvikum góð

Bíll hafnaði í sjónum í Skötufirði á laugardagsmorgun.
Bíll hafnaði í sjónum í Skötufirði á laugardagsmorgun. Graf/mbl.is

Líðan mannsins sem var í bifreiðinni sem rann út af veginum í Skötufirði og hafnaði í sjónum er eftir atvikum góð. Bæði eiginkona hans og sonur þeirra eru látin.  

Nafn drengsins er Mikolaj Majewski og var hann á öðru ári en hann lést á Landspítalanum í gær. Móðir hans Kamila Majewska lést á laugardagskvöld, einnig á Landspítala.

Rannsókn á tildrögum slyssins fer fram hjá lögreglunni á Vestfjörðum og miðar vel. Ekki er þó tímabært að gefa út frekari fréttir af henni segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

„Lögreglan sendir eftirlifandi eiginmanni og föður sínar innilegustu samúðarkveðjur. Þá vill lögreglan ítreka þakkir til viðbragðsaðila sem komu á vettvang og ekki síður þeirra fjögurra vegfarenda sem fyrstir komu að og veittu fyrstu hjálp. Allir þessir aðilar sýndu mikið hugrekki og unnu vel á vettvangi,“ segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert