Drengurinn látinn

mbl.is

Ungur drengur sem var í bifreiðinni sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á laugardag er látinn. Hann hét Mikolaj Majewski, var á öðru ári og lést á Landspítalanum í dag.

Greint er frá andlátinu á vef RÚV þar sem vitnað er í tilkynningu frá pólska sendiráðinu.

Þrennt var í bílnum en móðir Mikolaj, Kamila Majewska, lést á laugardagskvöld.

Fjölskyldan var búsett á Flateyri og var að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð. Bíllinn fór út af veginum í mikilli hálku og hafnaði úti í sjó. 

Hálka og krapi töfðu fyrir björgunarliði á leiðinni á vettvang og þá þurftu vegfarendur sem komu að slysinu að aka annað til að ná símasambandi þannig að hægt væri að hringja í Neyðarlínuna.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar til og fluttu þær fjölskylduna á spítala í Reykjavík.

mbl.is