Þarf leyfi fyrir notkun fánans

Íslenski fáninn.
Íslenski fáninn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarpi iðnaðarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, til breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks hefur verið dreift á Alþingi.

Það er í flestum atriðum efnislega samhljóða því frumvarpi sem kynnt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vetur. Þó er þar ekki að finna brottfall leyfisveitingar Neytendastofu til notkunar þjóðfánans í skráðu vörumerki. Þá er hætt við að fella niður ákvæði í lögum um sölu fasteigna og skipa um að fasteignasali skuli eiga meirihluta í félagi sem stundar fasteignasölu.

Meðal ákvæða í frumvarpinu sem nú hefur verið lagt fram er að lögverndun starfsheitis viðskipta- og hagfræðinga verði felld brott úr lögum og að próf til viðurkenningar bókara verði aflögð. Kaflar frumvarpsins eru fleiri, átta talsins, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert