Þóttust vera í eftirliti frá MAST og lokuðu hundagæslu

Matvælastofnun fer með eftirlit meðal annars hjá hundagæslum.
Matvælastofnun fer með eftirlit meðal annars hjá hundagæslum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu eftir að tveir einstaklingar heimsóttu hundagæslu undir því yfirskyni að vera starfsmenn stofnunarinnar. Sett var út á starfsemina og hún stöðvuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Tekið er fram að ekkert eftirlit hafi farið fram þennan dag af hálfu Matvælastofnunar. Samkvæmt 116. grein almennra hegningarlaga getur háttsemi þar sem einhver tekur sér opinbert vald, sem hann hefur ekki, varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári, eða ef sakir eru miklar allt að tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert