Farið fram á áframhaldandi varðhald

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í líkamsárásarmáli frá því í síðustu viku. Þrír menn voru handteknir í málinu aðfaranótt fimmtudags, en tilkynnt hafði verið um líkamsárás í miðborginni. Var sá sem fyrir árásinni varð fluttur til aðhlynningar á bráðadeild, en síðar vistaður vegna rannsóknar málsins.

Þremenningarnir voru síðar úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem rennur út síðar í dag, en gæsluvarðhaldið var á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhaldskröfu í málinu.

mbl.is