Tomasz Majewski og fjölskylda hans vilja koma á framfæri kæru þakklæti til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði s.l. laugardag og til allra viðbragðsaðila sem kallaðir voru til auk starfsfólks Landspítalans.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum, sem beðin var að koma kveðjunni áleiðis.
Líðan Tomasz er eftir atvikum góð en bæði eiginkona hans og sonur þeirra eru látin.
Nafn drengsins er Mikolaj Majewski og var hann á öðru ári en hann lést á Landspítalanum á þriðjudag. Móðir hans Kamila Majewska lést á laugardagskvöld, einnig á Landspítala.
Sömuleiðis þakka Tomasz og fjölskylda hans fyrir þann mikla samhug sem þau hafa fundið undanfarna daga við fráfall Kamilu og Mikolaj.