Tomasz þakkar auðsýndan samhug

Bifreiðin rann út af veginum vestan megin í Skötufirði og …
Bifreiðin rann út af veginum vestan megin í Skötufirði og hafnaði í sjónum síðastliðinn laugardag. Graf/mbl.is

Tomasz Majewski og fjölskylda hans vilja koma á framfæri kæru þakklæti til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði s.l. laugardag og til allra viðbragðsaðila sem kallaðir voru til auk starfsfólks Landspítalans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum, sem beðin var að koma kveðjunni áleiðis.

Líðan Tomasz er eft­ir at­vik­um góð en bæði eig­in­kona hans og son­ur þeirra eru lát­in.  

Nafn drengs­ins er Mikolaj Maj­ewski og var hann á öðru ári en hann lést á Land­spít­al­an­um á þriðjudag. Móðir hans Kamila Maj­ewska lést á laug­ar­dags­kvöld, einnig á Land­spít­ala.

Sömuleiðis þakka Tomasz og fjölskylda hans fyrir þann mikla samhug sem þau hafa fundið undanfarna daga við fráfall Kamilu og Mikolaj.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert