Óska eftir vitnum að slysi þar sem maður lést

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að slysi sem varð á göngustíg á móts við Hagasel 14-22 í Breiðholti að morgni laugardagsins 16. janúar. Tilkynning um slysið barst kl. 8:13. Þar féll karlmaður á sjötugsaldri af reiðhjóli og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans, en hann lést á spítalanum tveimur dögum síðar eins og áður hefur komið fram.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni, að þeir kunna að geta veitt upplýsingar um slysið séu vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu, en upplýsingum má koma á framfæri í síma 444-1000, með einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert