Meiri flúor í nágrenni Grundartanga

mbl.is/Sigurður Bogi

Meðalstyrkur flúors í hrossum hér á landi er lágur, um helmingi lægri en í sauðfé, og langt undir eitrunarmörkum. Mesti styrkurinn í öllum aldursflokkum hrossa er á Vesturlandi og eru gildin hærri eftir því sem nær dregur iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.

Þetta er meðal niðurstaðna úr meistaraverkefni Brynju Valgeirsdóttur í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ). Leiðbeinendur hennar voru Charlotta Oddsdóttir, verkefnisstjóri við LBHÍ og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum, og Sigríður Björnsdóttir, sérgreinalæknir hjá Matvælastofnun.

Rannsóknin var unnin að frumkvæði nokkurra stofnana, meðal annars Umhverfisstofnunar. Charlotta segir að tilgangurinn hafi verið að afla viðmiðunargagna fyrir hross. Þau hafi ekki verið til og raunar hafi hún ekki fundið að slík rannsókn hafi verið gerð annars staðar.

Safnað var kjálkasýnum úr sláturhúsum, úr hrossum víða að af landinu og á ýmsum aldri. Segir Charlotta að ekki komi á óvart að gildin séu hærri á Vesturlandi en til dæmis Suðurlandi. Þar gæti áhrifa álvers á Grundartanga og á Suðurlandi virðist öskufall frá eldgosum ekki hafa haft áhrif á skepnur á beit á síðustu árum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert