Öll upplýsingagjöf undir sama þakinu

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðgjafarstofa innflytjenda verður opnuð á næstunni að sögn Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns Vinstri-grænna.

Ráðgjafarstofunni er ætlað að vera vettvangur upplýsingagjafar til innflytjenda þar sem þeir geta leitað ráðgjafar um þjónustu, réttindi og skyldur þeirra hér á landi, eins og segir í greinargerð þingsályktunartillögu.

„Við getum öll sett okkur í þau spor að þurfa að laga sig að nýju samfélagi. Hugmyndin er því að hafa á einum stað ráðgjöf fyrir innflytjendur um hvaðeina innan kerfisins sem þeir þurfa að vita. Gildir þá einu af hvaða ástæðum fólk flytur hingað, hvort sem það kemur hingað til þess að vinna, stunda nám eða vegna þess að það er á flótta undan einhverju,“ segir Kolbeinn í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert