„Kosningabrátta sé eins konar langur öskudagur“

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Hari

Í umræðu um störf þingsins fjallaði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um bollu-, sprengi- og öskudag með áherslu á þann síðastnefnda. Guðmundur líkti þannig alþingiskosningum við öskudag og sagði stjórnmálamenn gera eins og börnin, dubba sig upp í búninga og syngja fyrir sælgæti.

„Segja má að komandi kosningabarátta sé eins konar langur öskudagur, þá birtast stjórnmálamenn fyrir augum og eyrum almennings í einhvers konar búningi og fá að launum einhvers konar nammi.“

Þá sagði hann að margir flokkar yrðu búnir að steypa yfir sig skikkju jafnaðarstefnunnar, talandi um hvernig þeir vilji loka skattaskjólum þrátt fyrir að sitjandi ríkisstjórnarflokkar væru búnir að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra og með því búnir að stroka Mið-Ameríkuríkið Panama út af landakortinu.

Guðmundur sagði einnig að flokkar gætu talað um barnabætur í aðdraganda næstu þingkosninga þótt barnabætur hér á landi séu lægri en víða annars staðar á Norðurlöndum og um þær talað sem fátækrastyrk frekar en réttindi foreldra. Flokkar munu harma skerðingar á almannatryggingakerfinu, sagði Guðmundur, og munu harma fátækt þrátt fyrir að neita að tryggja afkomu atvinnuleitenda.

Að lokum sagði hann að við þessar aðstæður þyrftu kjósendur að geta þekkt sauðina frá höfrunum.

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert