Nýta vinnubúðir í gangnamannaskála við Gedduhöfða

Fyrirhugaður gangnamannaskáli við Gedduhöfða.
Fyrirhugaður gangnamannaskáli við Gedduhöfða.

Húnavatnshreppur vinnur að undirbúningi vegna stórs gangnamannaskála við Gedduhöfða á Grímstunguheiði. Áætlað er að skálinn rísi á þessu ári og verði um 500 fermetrar að grunnfleti, auk hesthúss og annarrar aðstöðu.

Þar geti gist um 60 gangnamenn, en einnig verði hægt að leigja aðstöðuna út vegna hestaferða um heiðarnar.

Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, segir áætlaðan kostnað á þessu ári verða 23 milljónir króna og er framkvæmdin ein sú stærsta á vegum sveitarfélagsins í ár. Hann áætlar að í heildina fari kostnaður yfir 30 milljónir og er þá ótalin sjálfboðavinna bænda við uppbygginguna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert