Skilaði tveimur minnisblöðum til ráðherra

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær vegna Covid-19.

Annars vegar vegna tilslakana innanlands og hins vegar vegna skólastarfs. Núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út 28. febrúar.

Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Þórólfur kvaðst vona að tilslakanir innanlands gætu tekið gildi fljótlega en sagði það ráðherrans að ákveða gildistímann. Varðandi skólana lagði hann til að ný reglugerð tæki gildi 1. mars.

mbl.is