Skilaði tveimur minnisblöðum til ráðherra

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær vegna Covid-19.

Annars vegar vegna tilslakana innanlands og hins vegar vegna skólastarfs. Núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út 28. febrúar.

Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Þórólfur kvaðst vona að tilslakanir innanlands gætu tekið gildi fljótlega en sagði það ráðherrans að ákveða gildistímann. Varðandi skólana lagði hann til að ný reglugerð tæki gildi 1. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert