Ætla í skaðabótamál vegna andláts

mbl.is/Helgi Bjarnason

Fjölskylda fertugs karlmanns sem lést í fyrrasumar ætlar í skaðabótamál vegna andláts hans. Maðurinn heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tvívegis daginn áður en hann lést. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Maðurinn kvartaði vegna sársauka í brjósti og fór 8. júli í fyrrasumar, bæði síðdegis og um kvöld, á bráðamóttöku HSS. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvartaði maðurinn undan „sárum brjóstverk með leiðni upp í háls og doða niður í fótlegg“. Maðurinn var sendur heim í bæði skiptin án þess að vera sendur í sneiðmyndatöku.

Daginn eftir fannst maðurinn látinn á baðherbergisgólfinu heima hjá sér. Samkvæmt gögnum úr síma hans hringdi hann fimm sinnum á heilsugæsluna daginn sem hann lést. Náði síðasta símtalið í gegn en ekki liggur fyrir hvort hann hafi talað við einhvern.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar lést maðurinn úr flysjun eða rofi á ósæð í brjóstholi. 

Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert