Forsetinn þakkar læknateyminu

Guðmundur Felix fagnar tímamótum með girnilegum pönnukökum.
Guðmundur Felix fagnar tímamótum með girnilegum pönnukökum. Ljósmynd/Guðmundur Felix

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent bréf til læknateymisins sem græddi nýja handleggi á Guðmund Felix Grétarsson í Frakklandi.

„Ég er fullur auðmýktar og þakklætis eftir að hafa lesið bréfið,“ segir Guðmundur Felix á facebook-síðu sinni.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í bréfinu sendir Guðni þakklætiskveðjur sínar til læknanna og fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Hann segir að Guðmundur hafi sýnt mikinn vilja, hugrekki, þrautseigju og þolinmæði í baráttu sinni fyrir nýjum handleggjum. 

Hann segir læknateymið hafa náð frábærum árangri með aðgerðinni og tekist það sem áður var talið ómögulegt.

mbl.is