Bjóða upp á þyrluferð yfir mögulegt eldgos

Þyrla við Keili. Þó ekki sú sem boðið er upp …
Þyrla við Keili. Þó ekki sú sem boðið er upp á hjá umræddu fyrirtæki. mbl.is/Eggert

Þrátt fyrir að eldgos á Reykjanesskaga sé ekki hafið er þyrluþjónustan Volcano Heli samt sem áður byrjuð að undirbúa þyrluflug yfir mögulegt eldgos. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa en um 1.500 manns hafa sýnt gefins þyrluflugi með Volcano Heli áhuga, á Facebook-síðu Efnisveitunnar. 

Ferðin verður 45 mínútur að lengd og er pláss fyrir tvo farþega. Ef ekkert verður af gosinu mun sigurvegari þó hafa val um nokkrar aðrar ferðir sem þyrluþjónustan býður upp á.

mbl.is