Áfram í varðhaldi vegna manndrápsins

Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að karlmaður á fimmtugsaldri skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi í tvær vikur, eða til föstudagsins 19. mars.

Úskurðurinn er gerður á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna rannsóknar hennar á manndrápi sem framið var í Rauðagerði um miðjan febrúar.

Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert